15. fundur
utanríkismálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 11. desember 2023 kl. 09:35


Mætt:

Diljá Mist Einarsdóttir (DME) formaður, kl. 09:35
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:47
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:41
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:35
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:35
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:35
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:35
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:40
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:35

Bjarni Jónsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Eggert Ólafsson

2027. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 334/2023 og nr. 335/2023 varðandi viðskiptakerfi með losunarheimildir Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Ingólfur Friðriksson og Sigríður Eysteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu minnisblað utanríkisráðherra þar sem óskað var heimildar nefndarinnar til að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara af ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 334/2023 og 335/2023 með lagafrumvarpi. Þá svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

Meiri hluti nefndarinnar tók ákvörðun um að veita slíka heimild í samræmi við a-lið 7. gr. reglna Alþingis um þinglega meðferð EES-mála.

Nefndin samþykkti, á grundvelli 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá utanríkisráðuneyti um áhrif ETS kerfisins á önnur ríki.

2) Fundargerð Kl. 10:05
Fundargerðir 13. og 14. fundar voru samþykktar.

3) 484. mál - alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands fyrir árin 2024–2028 Kl. 10:06
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

4) Alþjóðlegir framsalssamningar Kl. 10:08
Rætt var um alþjóðlega framsalssamninga.

5) Alþjóðastarf utanríkismálanefndar Kl. 10:10
Rætt var um alþjóðastarf utanríkismálanefndar 2024.

6) Önnur mál Kl. 10:25
Rætt var um starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:46