21. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. nóvember 2015 kl. 10:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 11:15
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 10:00
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 10:00
Karen Elísabet Halldórsdóttir (KEH) fyrir Elínu Hirst (ElH), kl. 10:00
Róbert Marshall (RM), kl. 10:45
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 10:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:30

Birgir Ármannsson boðaði forföll.
Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Reglugerð (ESB) 2015/340 er varðar tæknikröfur og ferli tengd réttindum flugumferðarstjóra skv. reglugerð (ESB) nr. 216/2008 Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um reglugerðina og fékk á sinn fund Gunnar Örn Indriðason frá innanríkisráðuneyti.

2) Tilskipun 2014/30/ESB um samræmingu laga aðildarríkjanna um rafsegulsamhæfi Kl. 10:15
Nefndin fékk á sinn fund Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Ingibjörgu Halldórsdóttur frá Mannvirkjastofnun sem kynntu efni tilskipunarinnar fyrir nefndinni.

3) Tilskipun 2014/35/ESB um samræmingu laga aðildarríkjanna um markaðssetningu raffanga innan ákveðinna spennumarka Kl. 10:20
Nefndin fékk á sinn fund Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Ingibjörgu Halldórsdóttur frá Mannvirkjastofnun sem kynntu efni tilskipunarinnar fyrir nefndinni.

4) Tilskipun 2014/34/ESB er varðar búnað og verndarkerfi sem ætluð eru til notkunar á sprengihættustöðum Kl. 10:25
Nefndin fékk á sinn fund Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Ingibjörgu Halldórsdóttur frá Mannvirkjastofnun sem kynntu efni tilskipunarinnar fyrir nefndinni.

Hlé var gert á fundinum í um 15 mínútur.

5) 101. mál - landsskipulagsstefna 2015--2026 Kl. 10:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Gunnar Val Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Aðalbjörgu Birnu Guttormsdóttur og Ólaf Arnar Jónsson frá Umhverfisstofnun.

6) 133. mál - uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum Kl. 11:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Gunnar Val Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Aðalbjörgu Birnu Guttormsdóttur og Ólaf Arnar Jónsson frá Umhverfisstofnun.

7) 225. mál - skipulagslög Kl. 11:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Finn Birgisson frá Mosfellsbæ og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

8) Önnur mál Kl. 12:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00