4. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. september 2023 kl. 09:03


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:03
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:32
Brynhildur Björnsdóttir (BrynB), kl. 09:03
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:03
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:03
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:03
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:03
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:03

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir boðaði forföll.
Andrés Ingi Jónsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 3. fundar samþykkt.

2) 181. mál - póstþjónusta Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Aðalstein Þorsteinsson og Skúla Þór Gunnsteinsson fá innviðaráðuneyti.

Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir sem sendar voru út með tveggja vikna fresti þann 22. september sl. með vísan til ákvörðunar á 3. nefndarfundi 154. löggjafarþings, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Nefndin samþykkti að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður málsins.

3) 180. mál - vaktstöð siglinga Kl. 09:46
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Eggert Ólafsson frá innviðaráðuneyti.

Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir sem sendar voru út með tveggja vikna fresti þann 22. september sl. með vísan til ákvörðunar á 3. nefndarfundi 154. löggjafarþings, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Nefndin samþykkti að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður málsins.

4) 46. mál - skráning og bókhald kolefnisbindingar í landi Kl. 09:59
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir sem sendar voru út með tveggja vikna fresti þann 22. september sl. með vísan til ákvörðunar á 3. nefndarfundi 154. löggjafarþings, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Nefndin samþykkti að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður málsins.

5) Önnur mál Kl. 10:00
Nefndin ræddi starfið fram undan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:07