16. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. nóvember 2022 kl. 09:02


Mætt:

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Björgvin Jóhannesson (BJóh), kl. 09:02
Eydís Ásbjörnsdóttir (EÁs) fyrir Þórunni Sveinbjarnardóttur (ÞSv), kl. 09:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:02
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:02
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:02
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:02
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:02

Bjarni Jónsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerð 15. fundar var samþykkt.

2) 144. mál - skipulagslög Kl. 09:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Vigdísi Häsler og Hilmar Vilberg Gylfason frá Bændasamtökum Íslands.
Þá mættu á fund nefndarinnar Ólafur Árnason frá Skipulagsstofnun og Marta Rós Karlsdóttir og Hanna Björg Konráðsdóttir frá Orkustofnun.
Því næst mættu á fund nefndarinnar Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Þorleifur Karl Eggertsson og Magnús Magnússon frá Húnaþingi vestra.
Að lokum mættu á fund nefndarinnar Rósa Magnúsdóttir, Helgi Guðjónsson og Snædís K. Bergmann frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

3) Kortlagning á netglæpum Kl. 11:00
Nefndin samþykkti að birta minnisblað frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu um málið á vef, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefndar Alþingis.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu um hlutverk og skipan starfshóps sem lagt hafði verið til að yrði stofnaður í framhaldi af samráði þriggja ráðuneyta um kortlagningu lagaumhverfis til að taka á netglæpum. Í minnisblaðinu komi jafnframt fram hvernig ráðuneytið muni sjá til þess að jafnvægi sé á milli almennra öryggissjónarmiða og sjónarmiða þeirra sem sækja stafrænt skjól á Íslandi.

4) Önnur mál Kl. 11:03
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:03