29. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 11. desember 2012 kl. 09:00


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:00
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:32
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:00
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 09:36
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII), kl. 09:00
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:00

RM var fjarverandi.
ÁI vék af fundi kl. 10:30 vegna annars fundar.
ÓN vék af fundi kl. 11:00 vegna fundar í utanríkismálanefnd.


Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:08
Fundargerðir 26., 27. og 28. fundar lagðar fyrir fundinn.


2) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 09:10 - Opið fréttamönnum
Nefndin fundaði með Guðmundi Alfreðssyni sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við frumvarpið almennt og sérstaklega 111. og 113. gr. ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst kom Páll Þórhallsson og Hafsteinn Þór Hauksson frá sérfræðihópi sem vann að undirbúningi frumvarpsins og gerði grein fyrir sjónarmiðum við IV. og V. kafla frumvarpsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.


3) 215. mál - upplýsingalög Kl. 11:20
Frestað en verður tekið fyrir á kvöldfundi.



4) Álit um skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2011. Kl. 11:22
Formaður kynnti drög að áliti sem nefndin skoðar.


5) Önnur mál. Kl. 11:25
Formaður óskaði eftir að nefndin kynnti sér drög að skýrslu nefndarinnar vegna eftirfylgni með þingsályktun um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis svo unnt væri að ljúka skýrslunni.

VigH spurði um fund vegna þingsálytkunartillögu um rannsókn á slitameðferð bankanna í kjölfar efnahagshruns og formaður kynnti að fyrirhugað væri að fá fulltrúa Seðlabankans á fund nefndarinnar n.k. fimmtudagsmorgun til að gera grein fyrir sjónarmiðum um málið.

BÁ óskaði eftir að nefndin fengi þau gögn sem Feneyjanefndinni yrðu afhent.

VigH spurði hvort nefndin fengi upplýsingar um þann ágreining sem er um málið og formaður upplýsti að sú nefnd sem yrði skipuð til að fjalla um málið af Feneyjanefndinni kæmi til landsins um miðjan janúar til að kynna sér það og þau sjónarmið sem uppi eru í málinu.

Fleira var ekki gert.



Fundi slitið kl. 11:35