45. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 7. mars 2019 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:25
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Álfheiður Eymarsdóttir (ÁlfE), kl. 09:10
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10

Bryndís Haraldsdóttir og Oddný G. Harðardóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 44. fundar var samþykkt.

2) 633. mál - aukatekjur ríkissjóðs Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingibjörgu Helgu Helgadóttur, Rakel Jensdóttur, Guðrúnu Ingu Torfadóttur og Ásu Ögmundsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Brynjar Níelsson yrði framsögumaður þess.

3) 635. mál - tekjuskattur Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingibjörgu Helgu Helgadóttur, Rakel Jensdóttur, Guðrúnu Ingu Torfadóttur og Ásu Ögmundsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

4) 638. mál - bindandi álit í skattamálum Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingibjörgu Helgu Helgadóttur, Rakel Jensdóttur, Guðrúnu Ingu Torfadóttur og Ásu Ögmundsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Ásgerður K. Gylfadóttir yrði framsögumaður þess.

5) 632. mál - vátryggingastarfsemi og vátryggingasamstæður Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur og Sóleyju Ragnarsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

6) 637. mál - innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta Kl. 09:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur og Sóleyju Ragnarsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

7) 636. mál - milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur Kl. 10:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

8) 50. mál - hlutafélög Kl. 10:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Smári McCarthy yrði framsögumaður þess.

9) 51. mál - lágskattaríki Kl. 10:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Smári McCarthy yrði framsögumaður þess.

10) 88. mál - stimpilgjald Kl. 10:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Bryndís Haraldsdóttir yrði framsögumaður þess.

11) 104. mál - stimpilgjald Kl. 10:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Bryndís Haraldsdóttir yrði framsögumaður þess.

12) 634. mál - rafræn auðkenning og traustþjónusta fyrir rafræn viðskipti Kl. 10:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

13) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00