46. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. febrúar 2012 kl. 09:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:00
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 09:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:30
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 09:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Þessum dagskrárlið var frestað.

2) 367. mál - tollalög Kl. 09:00
Á fundinn komu Ögmundur Hrafn Magnússon frá fjármálaráðuneyti, Hörður Davíð Harðarson og Karen Bragadóttir frá tollstjóra, Almar Guðmundsson frá Félagi atvinnurekenda, Atli Freyr Einarsson frá DHL á Íslandi, Atli Freyr Atlason og Jón Óli Bergþórsson frá Icetransport (FedEx) og Sigþór Kristinn Skúlason frá Express.

Fulltrúi fjármálaráðuneytis fór yfir útfærslu breytinga sem nefndin er með til skoðunar að leggja til við frumvarpið. Öðrum gestum var síðan gefið tækifæri til að lýsa viðhorfum sínum til þessa og svara spurningum nefndarmanna.

3) 385. mál - stefna um beina erlenda fjárfestingu Kl. 09:20
Dreift var á fundinum áliti atvinnuveganefndar við málið og að því búnu var framhald málsins rætt.

4) 269. mál - vörumerki Kl. 09:25
Nefndarmenn ræddu fram komnar umsagnir við málið.

5) 376. mál - frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins Kl. 09:30
Á fundinn komu Maríanna Jónasdóttir frá fjármálaráðuneyti og Guðrún Jenný Jónsdóttir, Bjarni Amby Lárusson og Óskar Helgi Albertsson frá ríkisskattstjóra. Rædd var fram komin umsögn Félags löggiltra endurskoðenda í málinu.

6) 369. mál - verðbréfaviðskipti Kl. 10:00
Á fundinn komu Kjartan Gunnarsson og Erna Jónsdóttir frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Gylfi Magnússon dósent við Háskóla Íslands, Sonja Bjarnadóttir frá Samkeppniseftirlitinu og Þórdís Bjarnadóttir frá Viðskiptaráði. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Lögfræðiálit Lex lögmannsstofu vegna Hæstaréttardóms um gengislán. Kl. 10:30
Á fundinn komu Ásta S. Helgadóttir, Bragi Bragason og Hjörleifur Gíslason frá Umboðsmanni skuldara, Aðalsteinn Sigurðsson meistaranemi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, Sævar Þór Jónsson hdl. frá Lagarökum og Guðmundur Andri Skúlason frá Samtökum lánþega. Gunnlaugur Kristinsson tók þátt í fundinum í gegnum símfundarbúnað. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til ofangreinds álits sem unnið var af Lex lögmansstofu að beiðni Samtaka fjármálafyrirtækja. Gestirnir svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.

8) Önnur mál. Kl. 12:00
Nefndarmenn ræddu framhald umfjöllunar um ólögmæti gengistryggðra lána og sammæltust um að boða til aukafundar síðar í dag á meðan þingfundi stendur með fyrirvara um samþykki forseta.

LRM, 2. varaformaður, stýrði fundi í fjarveru HHj, formanns, sem vék tímabundið af fundinum milli kl. 9:30 og 10:00.
MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn frá kl. 10:30.
MN sat fundinn í fjarveru MOSch.
BJJ var fjarverandi.
ÞrB var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 12:10