12. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. október 2019 kl. 09:20


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:20
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:20
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:20
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:20
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:50

Þorsteinn Víglundsson, Bryndís Haraldsdóttir, Ásgerður K. Gylfadóttir og Álfheiður Eymarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:20
Dagskrárlið frestað.

2) 4. mál - sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Katrínu Júlíusdóttur og Yngva Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Lárus Blöndal og Jón Gunnar Jónsson frá Bankasýslu ríkisins.

3) 243. mál - þjóðarsjóður Kl. 10:10
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

4) 245. mál - tollalög o.fl. Kl. 10:10
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Brynjar Níelsson yrði framsögumaður þess.

5) 269. mál - breyting á ýmsum lögum vegna skattlagningar tekna erlendra lögaðila o.fl. Kl. 10:10
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

6) 89. mál - tekjuskattur Kl. 10:10
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Brynjar Níelsson yrði framsögumaður þess.

7) 30. mál - aðgerðir í þágu smærri fyrirtækja Kl. 10:10
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Oddný G. Harðardóttir yrði framsögumaður þess.

8) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15