13. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, fimmtudaginn 12. nóvember 2015 kl. 12:45


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 12:45
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 12:45
Fjóla Hrund Björnsdóttir (FHB) fyrir Karl Garðarsson (KG), kl. 12:45
Hörður Ríkharðsson (HR) fyrir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur (ÓÞ), kl. 12:45
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 12:45
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 12:45

Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 224. mál - happdrætti og talnagetraunir Kl. 12:45
Tekin var ákvörðun um að senda frumvarpið til umsagnar.
Borin var upp tillaga að Unnur Brá Konráðsdóttir yrði framsögumaður. Það var samþykkt.

2) 264. mál - Landhelgisgæsla Íslands Kl. 12:48
Borin var upp tillaga að Unnur Brá Konráðsdóttir yrði framsögumaður. Það var samþykkt.

3) 329. mál - mannréttindasáttmáli Evrópu Kl. 12:52
Tekin var ákvörðun um að senda frumvarpið til umsagnar.
Borin var upp tillaga að Unnur Brá Konráðsdóttir yrði framsögumaður. Það var samþykkt.

4) Tilskipun 2014/60/ESB er varðar skil á menningarminjum Kl. 12:55
Nefndin afgreiddi álit sitt á tilskipun 2014/60/ESB. Verður álit nefndarinnar sent utanríkismálanefnd til meðferðar.

5) Önnur mál Kl. 13:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:00