56. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, föstudaginn 26. apríl 2024 kl. 09:12


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:12
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:12
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:12
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:12
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:12
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:12

Eyjólfur Ármannsson og Jódís Skúladóttir tengdust fundinum með notkun fjarfundarbúnaðar, sbr. 1. mgr. 17. gr. þingskapa. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Bergþór Ólason og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir boðuðu forföll. Þá vék Halldóra Mogensen af fundi kl. 10:28 og tók Björn Leví Gunnarsson sæti á fundinum í hennar stað.

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:12
Fundargerð 55. fundar var samþykkt.

2) 722. mál - útlendingar Kl. 09:18
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Brynjar Birgisson og Nínu Helgadóttur frá Rauða krossinum.

Þá samþykkti nefndin jafnframt að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu á grundvelli 51. gr. þingskapa um það hvort og þá hvernig niðurfelling 2. mgr. 36. gr. útlendingalaga nr. 80/2016 stenst ákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar.

3) 936. mál - sviðslistir Kl. 10:12
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Örnu Kristínu Einarsdóttur, Þórunni Sigurðardóttur, Finn Bjarnason og Steindór Dan Jensen frá menningar- og viðskiptaráðuneyti. Finnur Bjarnason og Steindór Dan Jensen tóku þátt í fundinum með notkun fjarfundabúnaðar skv. heimild í 3. mgr. 49. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.


Tillaga um að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður í málinu var samþykkt. Þá var jafnframt samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

Þá samþykkti nefndin einnig með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir tveimur minnisblöðum frá menningar- og viðskiptaráðuneyti varðandi málið. Annars vegar minnisblaði um viðbrögð ráðuneytisins við framkomnum umsögnum í málinu að umsagnarfresti liðnum og hins vegar minnisblaði þar sem nánari útskýringa er óskað um hvernig staðið verði að fjármögnun laganna.

4) 707. mál - lögreglulög Kl. 10:54
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Runólf Þórhallsson og Helga Valberg Jensson frá embætti Ríkislögreglustjóra og Jón Gunnar Ásbjörnsson frá Lögmannafélaginu. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá óskaði Halldóra Mogensen jafnframt eftir því að bókuð yrði í fundargerð beiðni um að dómsmálaráðuneytið léti framkvæma mat á áhrifum á persónuvernd í málinu.

5) 903. mál - skráð trúfélög o.fl. Kl. 09:16
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður í málinu var samþykkt. Þá var jafnframt samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

6) 928. mál - fullnusta refsinga Kl. 09:17
Tillaga um að Berglind Ósk Guðmundsdóttir verði framsögumaður í málinu var samþykkt. Þá var jafnframt samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

7) Önnur mál Kl. 09:13
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 12:13