14. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 13. nóvember 2023 kl. 20:30


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 20:30
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 20:30
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 20:30
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 20:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 20:30
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 20:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 20:30
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 20:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 20:30
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 20:30

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) 485. mál - vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga Kl. 20:32
Nefndin fjallaði um málið.

Tillaga formanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Bryndís Haraldsdóttir, Birgir Þórarinsson, Jódís Skúladóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Dagbjört Hákonardóttir.
Halldóra Mogensen, Bergþór Ólason og Eyjólfur Ármannsson boðuðu sameiginlegt álit minni hluta.

Fundi slitið kl. 20:50