154. löggjafarþing — 99. fundur,  19. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[14:27]
Horfa

matvælaráðherra (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Enn og aftur þá heldur hv. þingmaður því fram (EÁ: …fá svarið.) og spyr um hvort ég geti tryggt 48 daga. Ég ætla að svara því. Ég er búin að svara því. Það er ekki hægt nema með lagabreytingu. (Gripið fram í: … ætlar ekki að gera það.) (Forseti hringir.) Ég ætla ekki að leggja fram lög núna á þinginu, hv. þingmaður, um að leyfa 48 daga. Það er alveg klárt. Ég ætla ekki að gera það. (Gripið fram í.) Strandveiðivertíðin byrjar eins og hv. þingmaður sagði hér eftir örskamma stund. (EÁ: Þú sagðist ætla að reyna eitthvað.) (Forseti hringir.) Ég ætla að reyna eitthvað, það felst ekki í 48 dögum, hv. þingmaður, ég er með orðið. Ég ætla að segja það hér að það kemur vonandi í ljós hvort ég hef heimildir til þess að breyta einhverju innan þessa kerfis en eins og ég hef áður sagt og ítrekað þá er það dálítið mikið niðurnjörvað, ég er að vonast til þess að við finnum einhverjar glufur til að jafna leikinn. En 48 dagar og þessi tonn sem við erum með hér undir — hv. þingmaður kann að reikna og veit að það dugar ekki. 10.000 tonn sem hafa verið gefin út í reglugerð duga ekki í 48 daga og ég hyggst fara eftir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. (Gripið fram í.)