154. löggjafarþing — 79. fundur,  4. mars 2024.

útlendingar.

722. mál
[17:04]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ráðherra á ekki og getur ekki gripið inn í störf, hvorki Útlendingastofnunar né kærunefndar útlendingamála. Ráðherra fór hér í andsvar við hv. þingmann og ég ætla nú að nota þær sekúndur sem ég á hér eftir og fagna þeirri stefnubreytingu sem mér heyrist koma frá Samfylkingunni varðandi það frumvarp sem dómsmálaráðherra er hér að leggja fram um breytingar á útlendingalögum. Mér finnst vera stefnubreyting í máli hv. þingmanns hér. Ég fagna því mjög og því ætla ég að spyrja hv. þingmann: Styður Samfylkingin það frumvarp sem ráðherra er að leggja hér fram?