Björn Bjarnarson

Björn Bjarnarson

Þingseta

Alþingismaður Dalamanna 1900–1908 (Heimastjórnarflokkurinn).

Æviágrip

Fæddur í Kaupmannahöfn 23. desember 1853, dáinn 12. desember 1918. Foreldrar: Stefán Bjarnarson (fæddur 29. júlí 1826, dáinn 3. júlí 1891) sýslumaður á Ísafirði, síðar í Árnessýslu og kona hans Karen Emilie Bjarnarson, fædd Jörgensen (fædd 22. apríl 1828, dáin 22. mars 1897) húsmóðir. Bróðir Camillu konu Magnúsar Torfasonar alþingismanns og Þorbjargar 1. konu Klemensar Jónssonar alþingismanns og ráðherra. Maki (26. júlí 1890): Guðný Jónsdóttir (fædd 5. ágúst 1865, dáin 30. nóvember 1930) húsmóðir. Foreldrar: Jón Borgfirðingur og kona hans Anna Guðrún Eiríksdóttir. Systir Klemensar Jónssonar alþingismanns og ráðherra. Börn: Stefán (1891), Anna Guðrún (1892), Jón (1894), Ragnar (1895), Karen Emilie (1897), Guðrún (1901), Stefán (1904), Dagmar Camilla Þorbjörg (1905).

Stúdentspróf Lsk. 1877. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1883.

Dvaldist áfram í Kaupmannahöfn við ritstörf og var jafnframt aðstoðarmaður fógeta þar. Ritstjóri og útgefandi Heimdallar 1884, síðar danska blaðsins Vort Hjem (síðar Hjemmet), sem hann stofnaði ásamt dönskum manni. Gegndi sýslumannsstörfum í Þingeyjarsýslu sumarið 1887. Aðstoðarmaður hjá föður sínum í Árnessýslu 1888–1890. Sýslumaður í Rangárvallasýslu 1890. Sýslumaður í Dalasýslu 1891–1914, sat að Sauðafelli. Fluttist þá til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka.

Stofnaði málverkasafn ríkisins 1885 með gjöfum danskra málara. Einn af aðalforgöngumönnum að stofnun Náttúrugripasafnsins 1889 og Hins íslenska náttúrufræðifélags.

Alþingismaður Dalamanna 1900–1908 (Heimastjórnarflokkurinn).

Ritstjóri: Heimdallur (1884). Vort Hjem (1884).

Æviágripi síðast breytt 7. apríl 2015.

Áskriftir