Ferill 918. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1617  —  918. mál.

3. umræða.


Nefndarálit með breytingartillögu


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (barnabætur, sérstakur vaxtastuðningur).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.


    Nefndin fjallaði um málið á milli 2. og 3. umræðu.
    Við umfjöllun nefndarinnar um málið kom fram að heimild til þess að ráðstafa vaxtastuðningi inn á afborganir yrði flókið ferli og að gæta þyrfti sérstaklega að villuhættu. Í 6. málsl. 6. tölul. b-liðar 1. gr. frumvarpsins er kveðið á um að ráðstafi lánveitandi ekki greiðslu inn á lán eða afborganir í samræmi við ákvæðið skuli hann endurgreiða Fjársýslunni þá fjárhæð sem ekki var ráðstafað. Í ljósi vandkvæða sem kunna að leiða af framangreindu er í samráði við ráðuneytið lögð til breyting á málsliðnum.
    Með breytingunni er lagt til að kveðið verði á um að ráðstafi lánveitandi ekki greiðslu inn á afborganir í samræmi við ákvæðið skuli hann ráðstafa greiðslu inn á lán en sé honum það ekki unnt skuli hann endurgreiða Fjársýslunni þá fjárhæð sem ekki var ráðstafað.
    Með vísan til framangreinds leggur meiri hlutinn til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    6. málsl. 6. tölul. b-liðar 1. gr. orðist svo: Ráðstafi lánveitandi ekki greiðslu inn á afborganir í samræmi við ákvæði þetta skal hann ráðstafa greiðslu inn á lán en sé honum það ekki unnt skal hann endurgreiða Fjársýslunni þá fjárhæð sem ekki var ráðstafað.

Alþingi, 30. apríl 2024.

Teitur Björn Einarsson,
form.
Steinunn Þóra Árnadóttir,
frsm.
Ágúst Bjarni Garðarsson.
Stefán Vagn Stefánsson. Birgir Þórarinsson.