Ferill 808. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.









Þingsályktun



um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 185/2023 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og nr. 240/2023 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun
og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn.


________




    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd eftirfarandi ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar:
     1.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 185/2023 frá 5. júlí 2023 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn og að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/858 frá 30. maí 2022 um tilraunaregluverk fyrir innviði markaða sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni og um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 600/2014 og (ESB) nr. 909/2014 og tilskipun 2014/65/ESB.
     2.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 240/2023 frá 22. september 2023 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn og að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1807 frá 14. nóvember 2018 um ramma um frjálst flæði ópersónulegra upplýsinga í Evrópusambandinu og framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1669 frá 10. nóvember 2020 um tilraunaverkefni til að koma til framkvæmda tilteknum ákvæðum um samvinnu á sviði stjórnsýslu, sem sett eru fram í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1807 um ramma um frjálst flæði ópersónulegra upplýsinga í Evrópusambandinu, með því að nota upplýsingakerfið fyrir innri markaðinn.



_____________







Samþykkt á Alþingi 30. apríl 2024.