Ferill 730. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1093  —  730. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um mat á menntun innflytjenda.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hvaða stofnanir á málefnasviði ráðuneytisins koma að mati á menntun innflytjenda?
     2.      Hverjar eru skyldur framhaldsskóla við mat á námi innflytjenda?
     3.      Hverjar eru skyldur framhaldsskóla til að leiðbeina fólki með prófgráður frá erlendum skólum um leiðir til að bæta við sig námi til að öðlast starfsréttindi hér á landi?
     4.      Hverjar eru skyldur framhaldsskóla til að bjóða upp á námskeið eða námsleiðir sem fólk með menntun frá erlendum skólum kann að vanta til að öðlast starfsréttindi hér á landi?


Munnlegt svar óskast.