Ferill 433. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1132  —  433. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007 (stjórn Landspítala).

Frá Oddnýju G. Harðardóttur, Guðmundi Inga Kristinssyni, Halldóru Mogensen og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


    3. málsl. 1. efnismgr. 1. gr. orðist svo: Jafnframt skal ráðherra skipa tvo áheyrnarfulltrúa úr hópi starfsmanna Landspítalans og einn fulltrúa úr notendaráði með málfrelsi og tillögurétt, án atkvæðisréttar.