Ferill 516. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1112  —  516. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Einari Brynjólfssyni um samninga atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og undirstofnana þess við sveitarfélög.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða samningar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og undirstofnana þess við sveitarfélögin, á málefnasviði ráðherra, voru í gildi 1. apríl 2017, hvaða samningar milli þessara aðila runnu út á tímabilinu 1. janúar 2006 til og með 1. apríl 2017 og eftir hvaða samningum var enn greitt 1. apríl 2017 þótt gildistími þeirra væri liðinn? Óskað er eftir stuttri lýsingu á efni hvers samnings fyrir sig.

    Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur á því tímabili sem spurt er um ekki gert neina samninga við sveitarfélög fyrir hönd sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
    Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leitaði upplýsinga hjá stofnunum sem heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um hvort einhverjir samningar hefðu verið gerðir sem féllu undir efni fyrirspurnarinnar og reyndist svo ekki vera.