Ferill 119. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 536  —  119. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 57 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 13. des.)



1. gr.

    Á eftir 1. mgr. 13. gr. laganna kemur ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:
    Telji Fiskistofa að afli tiltekins skips sé að stærðarsamsetningu, aflasamsetningu eða gæðum frábrugðinn afla annarra skipa sem stunda sambærilegar veiðar skal Fiskistofa setja veiðieftirlitsmann um borð í skipið til að fylgjast sérstaklega með veiðum þess. Hafi veiðieftirlitsmaður í þessu skyni verið um borð í veiðiskipi sjö daga eða sjö veiðiferðir samtals á sama fiskveiðiári skal Fiskistofa ákveða hvort ástæða sé til að fylgjast sérstaklega með veiðum skipsins áfram. Skal útgerð skipsins tilkynnt ákvörðun Fiskistofu. Hafi veiðieftirlitsmaður á sama fiskveiðiári verið fleiri en sjö daga eða sjö veiðiferðir um borð í veiðiskipi samkvæmt þessari grein skal útgerð skipsins greiða allan kostnað, þar með talinn launakostnað, af veru hans um borð frá og með áttunda degi.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.