Ferill 217. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 217 . mál.


1012. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 115 31. desember 1985, um skráningu skipa, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 22. apríl.)


    

1. gr.


    Í stað 4. málsl. 1. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Aðeins má skrá til fiskveiða hér á landi skip sem eru í eigu eftirtalinna aðila:
    Íslenskra ríkisborgara sem eiga lögheimili hér á landi.
    Íslenskra lögaðila sem eiga heimili hér á landi og eru að öllu leyti í eigu íslenskra ríkisborgara, sem eiga lögheimili hér á landi, eða íslenskra lögaðila sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
         
    
    Eru undir yfirráðum íslenskra aðila.
         
    
    Eru í eigu erlendra aðila að hámarki 25% sé miðað við hlutafé eða stofnfé. Fari eignarhlutur íslensks lögaðila í öðrum lögaðila, sem er skráður eigandi skips, ekki yfir 5% má eignarhlutur erlendra aðila þó vera allt að 33%.
    

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.