Ferill 27. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 27 . mál.


74. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. vegna aðildar Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni.

Frá 2. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÁE).



     1 .     Við 2. gr. Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Tollur sem er tilgreindur í tollskrá í viðauka I með lögum þessum á vörur úr 2., 4., 6., 7. og 16. kafla tollskrár skal lækka árlega á næstu fimm árum þannig að verðtollur lækki um 3 prósentustig á ári og magntollur um 3% af upphaflegum magntolli á ári í fyrsta sinn 1. janúar 1996.
     2 .     Við 3. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     Í stað „32%“ í lokamálslið 1. og 3. efnismgr. komi: 16%.
                   b .     Í stað „75“ í síðari málslið 3. efnismgr. komi: 0 eða 50.
                   c .     Í stað „0, 25, 50 eða 75“ í 4. efnismgr. komi: 0, 25 eða 50.
     3 .     Við 19. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     Á eftir upphafsorðunum „Landbúnaðarráðherra úthlutar“ í 1. efnismgr. komi: að fengnum tillögum nefndar skv. 75. gr.
                   b .     4. málsl. 3. efnismgr. orðist svo: Berist umsóknir um meiri innflutning en sem nemur tollkvóta vörunnar skal landbúnaðarráðherra selja heimildir um tollkvóta á opinberu uppboði.
     4 .     Við 20. gr. 1. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Til að tryggja að jafnan sé á markaði nægilegt framboð af vörum á hæfilegu verði og til að stuðla að lágmarksinnflutningi sam kvæmt samningnum um Alþjóðaviðskiptastofnunina er landbúnaðarráðherra skylt, að fengnum tillögum nefndar skv. 75. gr., að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur sam kvæmt viðaukum IVA og B við tollalög, nr. 55/1987, á þeim tollum sem tilgreindir eru í 6. gr. A í tollalögum.
     5 .     Við 21. gr. Á eftir upphafsorðunum „Landbúnaðarráðherra er heimilt“ í a-lið komi: að fengnum tillögum nefndar skv. 75. gr.
     6 .     Við 23. gr. Á eftir upphafsorðunum „Landbúnaðarráðherra getur ákveðið“ í efnismálsgrein komi: að fengnum tillögum nefndar skv. 75. gr.
     7 .     Við 24. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     1. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Á gildistíma samningsins um Alþjóðaviðskiptastofnunina starfar þriggja manna nefnd sem landbúnaðarráðherra skipar.
                   b .     Í stað orðanna „vera landbúnaðarráðherra til ráðuneytis“ í 2. efnismgr. komi: gera tillögur til landbúnaðarráðherra.
                   c .     Við 2. efnismgr. bætist nýr stafliður, d-liður, er orðist svo: Heimild til innflutnings skv. 10. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.
                   d .     Við 3. efnismgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Áður en nefndin gerir tillögur samkvæmt framansögðu skal leita umsagna Bændasamtaka Íslands, Neytendasamtakanna og annarra hlutaðeigandi hagsmunaaðila.
     8 .     Við 26. gr. 1. málsl. 3. efnismgr. orðist svo: Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er landbúnaðarráðherra heimilt, að fengnum tillögum nefndar skv. 75. gr., að leyfa innflutning á þeim vörum sem taldar eru upp í a–c-liðum, þó aðeins samkvæmt meðmælum yfirdýralæknis og að höfðu samráði við Rannsóknastofnun landbúnaðarins og rannsóknastofnanir Háskóla Íslands á viðkomandi fagsviðum, enda þyki vísindalega sannað að ekki berist smitefni með þeim er valda dýrasjúkdómum.
     9 .     Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
                  Landbúnaðarráðherra skal skipa nefnd sem í eiga sæti meðal annars fulltrúar allra þingflokka og helstu hagsmunaðila sem fylgjast með framkvæmd þessara laga.
                  Nefndin skal vinna að tillögum sem stuðla að því að greiðslur ríkisins til bænda verði óháðar framleiðslumagni, að unnið verði með markvissum hætti að búháttarbreytingum, að afnuminn verði framleiðslukvóti í sauðfjárrækt, að skattaleg skilyrði íslensks landbún aðar verði sambærileg þeim í grannlöndunum, að markaðsstarfsemi fyrir útflutning land búnaðarafurða verði samræmd og efld og að bændur eigi kost á viðunandi starfsloka samningum.
                  Nefndin skal jafnframt endurskoða núgildandi búvörusamning.
                  Tillögur þær sem um getur í 2. mgr. skulu liggja fyrir eigi síðar en 1. janúar 1996.