Ferill 403. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 403 . mál.


Nd.

1085. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 51 29. maí 1981, um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum.

(Eftir 3. umr. í Ed., 27. apríl.)



1. gr.

    Við 3. gr. laganna bætist ný málsgrein er verði 2. mgr., svohljóðandi:
    Til að standa straum af kostnaði við eftirlit með innflutningi plantna samkvæmt lögum þessum er ráðherra heimilt að láta innheimta sérstakt eftirlitsgjald af öllum innfluttum plöntum og má gjaldið vera tiltekin krónutala á hverja þyngdareiningu eða hlutfall af tollverði vörunnar. Þó má eftirlitsgjaldið aldrei vera hærra en nemur 2% af tollverði vörunnar. Eftirlitsgjald þetta má taka lögtaki. Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um gjaldskyldu, innheimtu, gjalddaga, lögvernd og annað er lýtur að framkvæmd á innheimtu gjaldsins. Þá setur ráðherra í reglugerð ákvæði um eftirlitsgjald á útfluttar plöntur.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1991.