Ferill 208. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 208 . mál.


Nd.

939. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á erfðalögum, nr. 8/1962, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



1.     Við 3. gr. Í stað orðsins „hans“ í fyrri málsl. 1. efnismgr. komi: þess.
2.     Við 15. gr. Greinin orðist svo:
.      Lög þessi öðlast gildi 1. júní 1989.
3.     Við 16. gr. Greinin orðist svo:
.      Við lögin bætist ný grein, 63. gr., svohljóðandi:
.      Ákvæði 3., 7.–10., 14., 16. og 31. gr. gilda ekki um lögerfðarétt, um setu í óskiptu búi eða um uppgjör fyrirframgreidds arfs eftir menn sem látnir eru fyrir 1. júní 1989.
.      Meðan lög um skipan dómsvalds í héraði, lögreglustjórn, tollstjórn o.fl., nr. 74/1972, eru enn í gildi skulu þeir menn, sem eru skiptaráðendur samkvæmt fyrirmælum þeirra laga, gegna því hlutverki sem sýslumönnum er falið með lögum þessum.